Ráðherraábyrgð

148. fundur
Miðvikudaginn 31. mars 1993, kl. 18:44:55 (6628)

     Flm. (Páll Pétursson) (andsvar) :
    Frú forseti. Það kann að vera á þeim tíma, ef lögin hefðu verið komin í það form sem ég vil hafa þau og er að leggja til að þau verði, að hæstv. þáv. fjmrh. hefði vandað betur málflutning sinn á þeim tíma en hann gerði í þessari tilvitnuðu ræðu.
    Það er út af fyrir sig rétt að ráðherrar hafa nokkurt aðhald af fjölmiðlum og þingi. En sýnilega hefur það ekki dugað til að þeir freistist ekki til að fara rangt með. Ég ætla ekki að tíunda hér dæmi þar um en ég hygg að öllum þingmönnum séu í fersku minni einhver slík dæmi og þar af leiðir að ég tel mjög nauðsynlegt að breyta þessum lögum.