Samkeppnisráð

149. fundur
Fimmtudaginn 01. apríl 1993, kl. 11:00:34 (6644)

     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Ég er ekki í nokkrum vafa um það að Þórarinn Viðar Þórarinsson uppfyllir tvímælalaust eitt af þeim skilyrðum sem hæstv. viðskrh. taldi upp áðan. Þar er á ferðinni kraftmikill einstaklingur, það er ekki nokkur vafi, maðurinn er bæði einstaklingur og kraftmikill. Að öllu öðru leyti er maðurinn vanhæfur til starfans eins og t.d. Neytendasamtökin hafa bent á í einróma samþykkt sinni og aðili að þeirri samþykkt er formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur, að ég best veit, Þorlákur Helgason. Það er því djúpstæður ágreiningur um þetta mál innan Alþfl., flokks hæstv. ráðherra, og sömuleiðis er mér kunnugt um það að fjöldinn allur af sjálfstæðisflokksmönnum, sem þó standa að þessari ríkisstjórn að öðru leyti, telur að þessi ákvörðun ráðherrans sé með ólíkindum eins og hún hefur verið ákveðin og þá sérstaklega eins og hún var rökstudd áðan. Þess vegna skora ég á hæstv. viðskrh. að láta það verða sitt næsta verk eftir þennan þingfund að leysa Þórarin Viðar Þórarinsson frá þessum trúnaðarstörfum, setja hann af í samkeppnisráði og skipa hæfan mann til verksins.