Sementsverksmiðja ríkisins

150. fundur
Fimmtudaginn 01. apríl 1993, kl. 17:04:31 (6730)

     Guðjón Guðmundsson (andsvar) :
    Herra forseti. Hv. þm. Finnur Ingólfsson fór hér nokkrum orðum um ályktun bæjarstjórnar Akraness um þetta frv. og notaði tækifærið til að fara háðulegum orðum um bæjarfulltrúa Sjálfstfl. á Akranesi í því sambandi. Hið rétta er að ályktun bæjarstjórnar Akraness var gerð með sjö samhljóða atkvæðum. Bæjarfulltrúar Sjálfstfl. greiddu henni ekki atkvæði sitt og lögðu fram þá bókun sem hv. þm. greindi hér frá. Mér sýnist því að hv. þm. hafi fengið rangar upplýsingar og trúlegast að einhver flokksfélagi hans hafi ákveðið látið hann hlaupa apríl.