Sementsverksmiðja ríkisins

150. fundur
Fimmtudaginn 01. apríl 1993, kl. 17:07:04 (6732)

     Guðjón Guðmundsson (andsvar) :
    Herra forseti. Að sjálfsögðu er verið að gera lítið úr bæjarfulltrúum þegar það er fullyrt að þeir

hafi greitt ákveðinni ályktun atkvæði sitt en komið svo með bókun á sama fundi sem gengur í þveröfuga átt. Ég kalla það að gera lítið úr mönnum.
    Staðreyndin er eins og ég sagði áðan. Þeir greiddu þessari ályktun ekki atkvæði sitt. Það getur hv. þm. væntanlega fengið staðfest hjá bæjarritaranum á Akranesi. Eftir stendur að sjálfstæðismenn stóðu ekki að þessari ályktun en lögðu fram sína eigin ályktun sem hv. þm. gerði grein fyrir í sinni fyrstu ræðu.