Sementsverksmiðja ríkisins

150. fundur
Fimmtudaginn 01. apríl 1993, kl. 19:20:43 (6759)

     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Forseti getur upplýst að fyrir stundu var óskað eftir að hafa samband við forseta þingsins. Fundurinn hefur nú staðið síðan kl. 10.30 í morgun og ég get fullkomlega fallist á þau sjónarmið hv. þm. að vel hafi verið að verki staðið. Ljóst er að umræðunni verður að ljúka nú og einungis einn hv. þm. er á mælendaskrá og hyggst forseti því a.m.k. ljúka umræðunni.
    Hins vegar stendur þannig á að hv. 9. þm. Reykv. er á förum til útlanda í opinberum erindagerðum og hafði óskað eftir að fá að mæla fyrir frv. sem hér er á dagskrá og er 15. mál fundarins. En svo er að heyra að hæstv. heilbrrh. eigi erfitt með að sitja fundinn miklu lengur vegna annarra verka þannig að forseti er að láta kanna hvort unnt sé að breyta dagskrá morgundagsins þannig að hv. 9. þm. Reykv. fái tækifæri til að mæla fyrir máli sínu þá. Takist það mun forseti ekki halda lengur áfram í kvöld.