Útboð opinberra aðila

151. fundur
Föstudaginn 02. apríl 1993, kl. 13:27:22 (6790)

     Stefán Guðmundsson :
    Virðulegur forseti. Ég þakka fyrir að fá að segja nokkur orð. Um ræðu hv. þm. Árna Matthiesen vil ég segja það og leggja enn áherslu á að það sem ég finn að er það að íslenskum iðnaði hefur ekki tekist að aðlaga sig þeirri samkeppni sem í vændum er. Ég finn að því. Hv. þm., Árni M. Mathiesen, í 20 ár hefur Framsfl. aldrei átt iðnrrh. Hann hefur verið geymdur hjá íhaldinu, krötum og Alþb. Þeir hafa farið með málefni iðnaðarins, því miður.