Sementsverksmiðja ríkisins

152. fundur
Mánudaginn 05. apríl 1993, kl. 14:33:48 (6826)

     Svavar Gestsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst leiðinlegt til þess að vita ef það er verið að brjóta samninga á hæstv. landbrh. og samgrh. og tel nú að þegar þá nýlundu ber við loksins eftir langa fjarveru að hann gerir athugasemd við þingsköp, en hann var mjög duglegur við það hér um skeið, þá finnst mér algert lágmark að forseti verði við þeirri ósk vegna þess að umræðan um Sementsverksmiðjuna mun taka þó nokkurn tíma hér í viðbót, virðulegi forseti, og ekki séð fyrir endann á henni enn þá. Ég tek því undir þessa ósk hæstv. landbrh. og samgrh.