Sementsverksmiðja ríkisins

152. fundur
Mánudaginn 05. apríl 1993, kl. 14:35:08 (6828)

     Frsm. meiri hluta iðnn. (Össur Skarphéðinsson) (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég geri mér grein fyrir því hversu geysilega mikilvægir ráðherrar eru í þingsölum og eru ekki þingmenn stöðugt að taka tillit til þeirra? En ég vil mótmæla því ef á að fara að rjúfa umræðu um þetta mál, sem er á góðri leið, til þess að ráðherra geti komist að með sín mál hérna. Nefndarmenn hafa unnið vel í þessu máli. Það hefur verið rætt í þaula og er á lokastigi og ég sætti mig illa við það sem formaður iðnn. að þessi umræða sé slitin til þess að koma að öðrum málum.