Atkvæðagreiðsla um frumvarp um Sementsverksmiðjuna

152. fundur
Mánudaginn 05. apríl 1993, kl. 18:58:35 (6897)

     Jóhann Ársælsson :
    Virðulegur forseti. Ég þarf að fara fram á það að fá upplýst hvort það hafi verið greitt atkvæði hér um 2. málið sem er á dagskránni áðan áður en ég held áfram máli mínu. ( Forseti: Já, það voru greidd atkvæði um það.) Það mun svo hafa verið, já. Ég vil þá kvarta undan því að hafa ekki verið látinn vita af því, ég veit ósköp vel að það var hringt hér bjöllum en ég var á mælendaskrá í málinu og þóttist þess vegna vera öruggur um það að verða ekki fjarri þegar það mál yrði afgreitt. Ég var á mælendaskrá í málinu og mér er alveg nákvæmlega kunnugt um hvernig þetta stóð. Það var endað hér á stuttum andsvörum sem forseti leyfði hálfa mínútu hvert, en þá var ég á mælendaskrá í málinu. Mér þykir afskaplega leiðinlegt að hafa ekki getað verið við þá afgreiðslu og taldi mig vera öruggur um það vegna þess að ég var á mælendaskrá.