Aukaaðild að Vestur-Evrópusambandinu

154. fundur
Þriðjudaginn 06. apríl 1993, kl. 19:25:40 (6949)

     Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég vek athygli á spurningu í máli mínu áðan sem varðaði ræðu sem Helgi Gíslason hélt hjá Sameinuðu þjóðunum 1991 og þar sem Íslendingar settu fram þá hugmynd að Sameinuðu þjóðunum yrði falið að gera könnun á slysum á höfunum þar sem kjarnakljúfar kæmu við sögu og að sérstök greinargerð yrði lögð fram um þetta efni af hálfu Íslands. Það ætti að vera tiltölulega útlátalítið fyrir utanrrh. að svara þessari spurningu.