Sveitarstjórnarlög

154. fundur
Þriðjudaginn 06. apríl 1993, kl. 21:42:59 (6958)

     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er tvennt. Hæstv. ráðherra taldi að þessi tími sem gert er ráð fyrir í lið þrjú í frv. væri ekki illa valinn. Ég tel einmitt að það hafi ekki verið hægt að finna verri tíma til þess að fara í þessi mál. Bæði er þetta mjög seint á árinu miðað við það að vera búnir með þetta á eðlilegum tíma, en hins vegar ekki hvað síst er þetta síðasta árið í kjörtímabili bæjar- og sveitarstjórna og menn munu standa í því á þessu hausti um það leyti sem baráttan um völdin hefst í sveitarstjórnunum og það þekkjum við að hún getur verið með ýmsu móti, að ná saman um þessi mál. Það tel ég að sé alveg á hreinu að ekki er hægt að finna verri tíma.
    Svo langaði mig að biðja hæstv. ráðherra að segja okkur svolítið skýrari orðum ef hægt er hvaða lágmarksfjölda hún telur að sé eðlilegt að hafa í sveitarfélögum.