Framhald þingfundar

154. fundur
Þriðjudaginn 06. apríl 1993, kl. 22:44:50 (6979)

     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Eins og forseti hefur áður sagt liggur ekki annað fyrir á þessari stundu en að nú tali hæstv. viðskrh. fyrir 9. dagskrármáli. Ég vil biðja hv. þm. að fallast á að svo verði gert, en á meðan mun forseti kanna hvort hægt sé að koma til móts við óskir hv. þm. um að dagskrá verði að einhverju stytt. Verði því ekki mótmælt tekur hæstv. viðskrh. til máls og ræðir lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði. En áður en ég hef tilkynnt að hæstv. ráðherra taki til máls hefur hv. 6. þm. Vestf. óskað að ræða þingsköp.