Tilkynning um utandagskrárumræðu

155. fundur
Miðvikudaginn 14. apríl 1993, kl. 13:35:01 (6993)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Áður en gengið er til dagskrár vill forseti tilkynna utandagskrárumræðu sem fyrirhugað er að fari fram í dag klukkan hálffjögur. Hún er að ósk hv. 10. þm. Reykv., um útboð ræstinga í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Umræðan fer fram skv. fyrri mgr. 50. gr. þingskapalaga og má standa í allt að 30 mínútur.