Lyfjaverslun ríkisins

155. fundur
Miðvikudaginn 14. apríl 1993, kl. 15:10:31 (7011)

     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég tel eðlilegt að þetta frv. verði sent til umsagnar hv. heilbr.- og trn., sem væntanlega verður þá búin að fá ja, nasasjón af lyfjadreifingarfrv. ( Gripið fram í: Það er ekki búið að dreifa því.) Nei, en það er hægt að lesa frv. þegar það hefur komið fram og bera þetta frv. saman við það. En ég vil einnig að það komi hér skýrt og skorinort fram að þetta frv. er að sjálfsögðu unnið með þeim hætti að heilbrrn. hefur farið yfir frv. og gert tillögur til breytinga sem tekið var tillit til áður en frv. var lagt fram á hinu háa Alþingi.