Bætur vegna þorskaflabrests

156. fundur
Fimmtudaginn 15. apríl 1993, kl. 10:40:15 (7041)


     Jón Kristjánsson :
    Herra forseti. Ég vil þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að hreyfa þessu máli. Hér er náttúrlega alveg dæmigert mál um úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum. Það voru gefnar yfirlýsingar um að bæta þann skell að hluta sem þeir sem höfðu mestan þorskafla fengu á sl. sumri. Það hefur ekki verið efnt og það kemur niður á þeim sem síst skyldi, litlum stöðum sem lifa á þessum þorskafla.
    Nú er sagt að þetta mál verði leitt til lykta í kjarasamningum eftir 2--3 daga. Ég hef satt að segja ekki heyrt aumlegri svör en þetta og hvort þessir 2--3 dagar verða að 2--3 mánuðum eða 2--3 árum, þá er alveg ástæða til þess að varðveita dagatalið, það er alveg satt, og ég treysti hv. fyrirspyrjanda til að gera það.