Gjald af tóbaksvörum

157. fundur
Fimmtudaginn 15. apríl 1993, kl. 20:48:01 (7104)


     Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hjá mér hafa þetta nú meira verið spurningar, en ég ætla ekki að leggja mat á það hvort þetta eigi að skoðast sem heilbrigðismál, en það er stórt skref þegar við eru að víkja frá einkasölunni á þessum þætti. Af því að þingmaðurinn var ekki kominn í sal þegar ég hóf mál mitt, þá lýsti ég því yfir að ég vildi skoða þessi mál sem varða einkavæðinguna með mjög opnum huga, en tel líka mjög mikilvægt að fá svör við áleitnu spurningum þegar þau varða þætti af þeim toga sem ég hef þegar sett fram.
    Ég mun koma þessari ósk á framfæri við hv. formann efh.- og viðskn. og eins og þingmanninum er kunnugt, þá hefur það oft gerst að mál eru send til umsagnar nefnda, en ég get ekki svarað því hér hvort það verður gert með þetta, en ég vil beina beiðni þingmannsins til formanns.