Almannatryggingar

159. fundur
Mánudaginn 19. apríl 1993, kl. 14:01:37 (7161)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Mér finnst afskaplega leiðinlegt hvað hv. þm. er hörundssár en ef mér hefur verið eitthvað fjarri skapi þá var það að móðga þennan hv. þm. Og mér finnst afskaplega leiðinlegt að hún skuli hafa særst eins og fram kom í máli hennar hér áðan og biðst ég bara velvirðingar á því. Það eina sem ég leyfði mér að benda hv. þm. á er það að sjálfsögðu að þeir verða eins og ráðherrar að vera undirbúnir til að taka þátt í umræðu um þau mál sem forseti, samkvæmt forsetavaldi, setur á dagskrá hverju sinni. Sú skylda nær bæði til þingmanna og ráðherra. Ég tók það fram að ég væri að sjálfsögðu undirbúinn undir slíkt og vonaðist til þess að hv. þm. væru það líka þannig að það mál sem var til umræðu, frv. um lyfjalög, gæti komið til umræðu á morgun. Ég sé nú ekki, virðulegi forseti, að þessi ummæli séu til þess að særa annað en mjög auðsæranlegt fólk. Og ég biðst afsökunar á því.