Almannatryggingar

159. fundur
Mánudaginn 19. apríl 1993, kl. 14:02:39 (7162)

     Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Til að leiðrétta allan misskilning þá skal ég taka það skýrt fram að hæstv. ráðherra særði mig ekki með þessum ummælum. Það þurfa nefnilega einhverjar tilfinningar að vera á milli fólks til að særindi geti átt sér stað. Ég varð einfaldlega reið hæstv. ráðherra yfir þessum ummælum vegna þess að mér finnst við hafa teygt okkur mjög langt og allt of langt í rauninni í heilbr.- og trn. til að koma til móts við ráðherrann. Og það skiptir auðvitað máli hvort hér er rætt út um lyfjalögin í dag eða á morgun eða síðar m.a. vegna þess að það mál verður ekki sent eða a.m.k. ekki með mínum vilja til umsagnar frá nefndinni fyrr en það er komið þangað.