Rannsóknarnefnd til að rannsaka ráðningu framkvæmdastjóra ríkissjónvarpsins

159. fundur
Mánudaginn 19. apríl 1993, kl. 19:22:52 (7197)

     Jón Helgason (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég var einmitt að fjalla um þessa tillögu hv. þm. Geirs H. Haarde um það að vísa frá þeirri þáltill. sem hér er til umfjöllunar. Eins og hér hefur komið fram í umræðunum er hún miklu víðtækari heldur en sú fjármálalega athugun sem bent er á í dagskrártillögunni þannig að hann er þá að skjóta yfir markið með þessum tillöguflutningi, því að eins og ég sagði þá ítrekaði hæstv. menntmrh. það mjög og undirstrikaði að þetta væri pólitísk ákvörðun og þar af leiðandi hlýtur málið að vera fyrst og fremst pólitískt mál. ( Menntmrh.: Vill þingmaðurinn ekki klára setninguna sem ég sagði um þetta?)