Rannsóknarnefnd til að rannsaka ráðningu framkvæmdastjóra ríkissjónvarpsins

159. fundur
Mánudaginn 19. apríl 1993, kl. 20:58:36 (7223)

     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Nei, ég sat ekki með bréfhnífinn, ég hafði aðra í því. Það voru ritararnir sem opnuðu bréfin og síðan voru þau stimpluð til bókunar í ráðuneytinu, Innkomið eða eitthvað því um líkt og síðan voru þau send inn til mín. Svo sendi ég þau fram til afgreiðslu. Svo fékk ég tillögu frá embættismanninum um afgreiðslu á bréfinu. Síðan skrifaði ég stundum samþykkt en stundum breytti ég tillögunni og í bréfum af þessu tagi þá er það auðvitað alveg ljóst að þau eiga ekki að fara út án þess að ráðherrann fari yfir málið. Spurningin er hvort það er rétt ábending sem hér kom fram, var skotið að mér hér í salnum áðan, hvort það er rétt ábendingin sem frá honum kom að það sé hafið aftur það ástand í menntmrn. að það sé mikið betra fyrir menn að tala við Birgi sjálfan, þ.e. Knút, heldur en hæstv. menntmrh.