Reglugerð um sölu og veitingar áfengis

160. fundur
Þriðjudaginn 20. apríl 1993, kl. 13:57:04 (7245)

     Anna Ólafsdóttir Björnsson :
    Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja hæstv. dómsmrh. hvort það standi til eða hafi verið breytt ákvæðum 9. gr. reglugerðar nr. 425/1989, um sölu og veitingar áfengis. Það sem þarna er á ferðinni, ef mínar upplýsingar eru réttar, er að það er verið að tala um það að afnema bann við áfengisveitingum um miðjan dag og spurningin er sú, hvernig er slík ákvörðun tekin og er ástæða til þess að að sé gert með reglugerðarbreytingu eða með einhverjum öðrum hætti? En fyrsta spurningin er auðvitað: Er eitthvað slíkt í bígerð?