Rannsóknarnefnd til að rannsaka ráðningu framkvæmdastjóra ríkissjónvarpsins

160. fundur
Þriðjudaginn 20. apríl 1993, kl. 14:10:09 (7257)

     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Óttinn hefur orðið hreinskiptninni yfirsterkari hjá flm. þessarar tillögu. Þeir þora ekki að láta nefnd alþingismanna fara yfir málið, nefnd sem að meiri hluta væri skipuð stjórnarsinnum og undir forustu stjórnarsinna. Þeir þora ekki að leggja spilin á borðið og það segir mér að þeir viti að þeir hafi eitthvað að fela. Það verður ekki við það unað og hér verður ekki staðar numið. Þetta mál hefur sýnt þjóðinni verklag og siðferðisstig foringja stjórnarflokkanna og það er eins gott að rekja þá slóð alla. Það er nauðsynlegs vegna pólitísks siðferðis á Íslandi og það mun verða gert. En með því að vísa frá tillögu um rannsóknarnefnd, ef það verður gert, þá hafa forkólfar stjórnarinnar játað sig seka. Ég segi nei.