Lyfjalög

160. fundur
Þriðjudaginn 20. apríl 1993, kl. 19:50:48 (7305)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Magnyl er lyf sem er selt í lausasölu án lyfseðils. Ég sé ekki að neysla á magnyli mundi stóraukast við að það væru þrjú fremur en eitt apótek í Glæsibæ. Auðvitað getur mig greint á um það við hv. þm. en ég er bara ekkert sannfærður um það að þrjú apótek í Glæsibæ gætu rekið sig á sölu á magnyl.