Atvinnuleysistryggingar

160. fundur
Þriðjudaginn 20. apríl 1993, kl. 21:59:01 (7338)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Nei, ég er hneykslaður. Ég er hneykslaður á því að maður eins og hv. þm. Svavar Gestsson skuli leyfa sér að flytja ræðu eins og hann flutti áðan en bera ekki meiri virðingu fyrir atvinnulausu flólki á Íslandi en svo að leggja fram till. um breytingar á kjörum þess sem eru meiri hrákasmíð og verr unnið frv. en sést hefur hér á þingi um ára skeið, jafnvel áratuga skeið og er svo slæmt að ef það væri samþykkt á Alþingi eins og Alþb. lagði það þá væru lög um atvinnuleysistryggingar óframkvæmanlegar.