Atvinnuleysistryggingar

160. fundur
Þriðjudaginn 20. apríl 1993, kl. 23:45:27 (7356)


     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er nú því fyrir að þakka að hv. þm. Svavar Gestsson setti í sinni ráðherratíð í 38. gr. gildandi laga um atvinnuleysistryggingar svo ótvíræð ákvæði um greiðsluskyldu ríkissjóðs að flutningur á fjáraukalagafrv. við þessar aðstæður er algerlega óþarfur. En vegna spurningar hans hér áðan vil ég taka fram að mér líður mjög vel í því ráðherrasæti sem ég er í og er fús til þess að halda uppi umræðum við hv. þm. eins og fara gerist.