Forgangslisti um afgreiðslu mála

160. fundur
Þriðjudaginn 20. apríl 1993, kl. 23:46:21 (7357)

          Jón Kristjánsson :
    Virðulegi forseti. Ég ætla að vísu að leiða hjá mér hroka hæstv. heilbrrh. þar sem hann talar um áhrif sín á þingstörf hér. Hins vegar voru önnur ummæli í orðum hans í framsögu hér fyrr í kvöld sem urðu til þess að ég bað um orðið um þingsköp. Hann talaði um það að það mál sem við höfum nýlokið umræðu um væri á forgangslista ríkisstjórnarinnar til afgreiðslu fyrir þinglok. Ég vil spyrja hæstv. forseta: Hefur slíkur forgangslisti borist forsætisnefnd? Hefur hann verið ræddur við formenn þingflokka? Ef svo er ekki, hvenær verður það gert? Það er ekki nema tæpar þrjár vikur eftir af þingtímanum. Hvenær er von á þeim forgangslista sem mér skilst á hæstv. heilbrrh. að sé tilbúinn og liggi fyrir? Er meiningin að ræða slíkan forgangslista við stjórnarandstöðuna yfirleitt eða á sá hroki sem hæstv. heilbrrh. sýnir stjórnarandstæðingum í umræðum að gilda? Ég spyr hæstv. forseta þessarar spurningar. Ég trúi því reyndar ekki að það

verði svo en ég vil spyrja um þennan forgangslista.