Almannatryggingar

160. fundur
Miðvikudaginn 21. apríl 1993, kl. 00:07:57 (7365)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Mér finnst fyllilega koma til greina að skoða það efni sem er í þessu frv. Þessi mál eru í skoðun í heilbrrn., þar erum við að athuga hvað við getum gert mikið innan ramma óbreyttra laga. Það er ekki rétt að þessi hópur hafi ekki notið neins stuðnings og alls staðar komið að lokuðum dyrum. Það eru ekki nema örfáir mánuðir síðan samþykkt var lagabreyting sem tryggði honum verulega réttarbætur þó svo að e.t.v. hafi ekki verið gengið nógu langt. Það er því orðum aukið að þessi hópur njóti einskis skilnings og komi alls staðar að lokuðum dyrum. En þrátt fyrir það að svo sé tekið til orða þá vil ég taka það fram að við erum að skoða málin í heilbrrn.