Ferðamálastefna

161. fundur
Miðvikudaginn 21. apríl 1993, kl. 17:56:01 (7438)

     Flm. (Steingrímur J. Sigfússon) :
    Hæstv. forseti. Hér er á ferðinni till. til þál. um ferðamálastefnu sem er nátengd því þingmáli sem hér var síðast mælt fyrir. Þetta er sömuleiðis afrakstur af nefndastarfinu sem getið var um frá árunum 1989 til 1990 og ég þarf í raun og veru ekki að hafa um hana nein frekari orð, hún er efnislega í samræmi við frv., sérstaklega markmiðskafla þess. Gengur út á að til viðbótar gildandi löggjöf á hverjum tíma sé jafnframt í gildi mörkuð og yfirlýst ferðamálastefna sem stjórnvöld styðjist við og helstu framkvæmdaaðilar á þessu sviði.
    Ég legg til að að lokinni þessari umræðu verði tillögunni vísað ásamt frv. til hv. samgn.