Íslensk endurtrygging

163. fundur
Þriðjudaginn 27. apríl 1993, kl. 14:33:49 (7478)

     Frsm. heilbr.- og trn. (Sigbjörn Gunnarsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir áliti heilbr.- og trn. um frv. til laga um stofnun hlutafélags um Íslenska endurtryggingu.
    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk hún á sinn fund Bjarna Þórðarson, framkvæmdastjóra Íslenskrar endurtryggingar. Umsagnir bárust frá Sambandi íslenskra tryggingafélaga, starfsmönnum Íslenskrar endurtryggingar, Íslenskri endurtryggingu, Sambandi íslenskra kaupskipaútgerða, Tryggingastofnun ríkisins og Landssambandi íslenskra útvegsmanna.
    Í frumvarpinu er lagt til að stofnað verði hlutafélag um Íslenska endurtryggingu sem taki við rekstri, eignum og skuldum félagsins og mælir nefndin með samþykkt þess.
    Nefndin leggur til á sérstöku þingskjali að gerðar verði leiðréttingar á dagsetningum í frumvarpinu.
    Hv. þm. Finnur Ingólfsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir voru fjarverandi við lokaafgreiðslu málsins vegna umræðna hér í þinginu, en höfðu engar athugasemdir við þá afgreiðslu málsins sem hér er lögð til.
    Undir þetta álit heilbr.- og trn. skrifa Sigbjörn Gunnarsson, Sólveig Pétursdóttir, Sigríður Anna Þórðardóttir, Margrét Frímannsdóttir, Ingibjörg Pálmadóttir, Geir H. Haarde og Lára Margrét Ragnarsdóttir.