Öryggis- og varnarmál Íslands

163. fundur
Þriðjudaginn 27. apríl 1993, kl. 17:05:10 (7501)

     Ólafur Þ. Þórðarson (um þingsköp) :
    Hæstv. forseti. Ég met það mjög við forseta að hafa vitnað í þá grein þingskapa sem á að fara eftir og á að beita undir þessum kringumstæðum og jafnframt að hafa óskað hér eftir því að atkvæðagreiðsla fari fram sem er að sjálfsögðu skýlaus réttur þeirra sem þess óska.
    Ég tel aftur á móti að sú ákvörðun forseta að óska hér eftir atkvæðagreiðslu verði til þess að eftirleiðis muni forsetar bera svona mál upp í upphafi fundar þannig að fyrir liggi samþykki þegar menn eru nægilega margir við og ekki þurfi að koma til þess að ákvarðanataka raskist ef meiri hluti, í þessu tilfelli tveir þriðju hlutar þingmanna, er því hlynntur. Ég ætla þess vegna að þessu sinni að draga mína kröfu til baka.