Stuðningur við réttindabaráttu Eystrasaltsríkjanna á alþjóðavettvangi

163. fundur
Þriðjudaginn 27. apríl 1993, kl. 21:23:37 (7521)


     Flm. (Björn Bjarnason) (andsvar) :
    Frú forseti. Þetta er alrangt hjá hv. þm. og ég get ekki annað en staðið hér og andmælt þessu enn og aftur. Það er hvergi á það minnst í þessari tillögu að það verði ekki gætt fyllstu mannréttinda í þessum ríkjum. Tillagan snýst um það að þessum þjóðum og þessum ríkjum verði ekki settir óeðlilegir kostir á alþjóðavettvangi. Það er því stuðningur við réttindabaráttu þeirra á alþjóðavettvangi og ekki síst með hliðsjón af óskum þeirra um aðild að alþjóðasamtökum eins og Evrópuráðinu.