Sjávarútvegsstefna

164. fundur
Miðvikudaginn 28. apríl 1993, kl. 13:33:20 (7551)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Umræðan fer þannig fram að hver þingflokkur hefur 30 mínútur til umráða, 15--20 mínútur í fyrri umferð en 10--15 mínútur í síðari. Röð flokkanna í báðum umferðum verður eftirfarandi: Alþb., Sjálfstfl., Framsfl., Alþfl. og Samtök um kvennalista. Ræðumenn verða fyrir Alþb.: Jóhann Ársælsson, 3. þm. Vesturl., og Kristinn H. Gunnarsson, 5. þm. Vestf., í fyrri umferð en Steingrímur J. Sigfússon, 4. þm. Norðurl. e., í síðari umferð. Af hálfu Sjálfstfl. tala Þorsteinn Pálsson sjútvrh. í fyrri umferð en Sturla Böðvarsson, 1. þm. Vesturl., og Einar K. Guðfinnsson, 3. þm. Vestf., í síðari umferð. Fyrir Framsfl. tala Stefán Guðmundsson, 4. þm. Norðurl. v., og Ingibjörg Pálmadóttir, 2. þm. Vesturl., í fyrri umferð en Jón Kristjánsson, 2. þm. Austurl., í síðari umferð. Af hálfu Alþfl. tala Sigbjörn Gunnarsson, 7. þm. Norðurl. e., og Össur Skarphéðinsson, 17. þm. Reykv., í fyrri umferð en Karl Steinar Guðnason, 6. þm. Reykn., í síðari umferð. Fyrir Samtök um kvennalista tala Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, 6. þm. Vestf., í fyrri umferð en Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9. þm. Reykn., í síðari umferð. Hefst nú umræðan og tekur til máls 1. flm. tillögunnar, hv. 3. þm. Vesturl., Jóhann Ársælsson, og talar af hálfu Alþb.