Erlendar fjárfestingar á Íslandi

165. fundur
Fimmtudaginn 29. apríl 1993, kl. 12:07:10 (7630)

     Eyjólfur Konráð Jónsson :
    Hæstv. forseti. Ég hef oft beitt mér fyrir því að reynt yrði að fá erlenda aðila til að fjárfesta á Íslandi, svo sannarlega, og við höfum verið mörg um það. Það hefur gengið nokkuð brösulega eins og hér var gerð grein fyrir. En eitt er það svið sem við eigum að fara varlega í að leyfa útlendingum a.m.k. óskoruð réttindi. Það er sjálfur sjávarútvegurinn. Ég bjóst satt að segja ekki við því að menn færu að vekja það upp einmitt á viðkvæmustu tímum í sambandi við samskipti við Evrópubandalagið og Evrópuhreyfingarnar, að við Íslendingar ættum að láta útlendinga fá leyfi til svo og svo mikilla fjárfestinga. Ég skal ekki fordæma allt í því efni, en ég vara mjög sterklega við því að menn sjái þar einhvern auð í garði. Ég hygg

að svo sé ekki. Okkur veitir ekkert af að nýta miðin okkar öll og þau eru mjög mikil, miklu stærri en 200 mílurnar. Við eigum sjálf að hagnýta þennan auð.