Evrópskt efnahagssvæði

166. fundur
Fimmtudaginn 29. apríl 1993, kl. 21:35:29 (7689)

     Páll Pétursson (andsvar) :

    Herra forseti. Það er nú nokkuð langt seilst um hurð til lokunnar hjá hv. 3. þm. Reykv. að telja að afgreiðslan í haust, fyrrahaust, meini okkur að minnast á þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr en einhvern tíma í framtíðinni. Hér er nú um annað þingmál að ræða. Þessi tillaga er allt öðruvísi orðuð heldur en hin og auðvitað er altítt að fluttar séu tillögur um sama efni tvisvar á sama þingi. Þetta er ekki sama tillagan eins og flutt var á þskj. hér einhvern tíma í okt. eða nóv. heldur undir öðrum formerkjum.