Tvíhliða samskipti við Evrópubandalagið

166. fundur
Fimmtudaginn 29. apríl 1993, kl. 21:45:16 (7693)

     Frsm. utanrmn. (Björn Bjarnason) (um þingsköp) :
    Herra forseti. Það var skilningur minn í samtali við formann Framsfl. að hann mæltist til þess að umræðu yrði ekki lokið og hún færi hér fram, þannig að hann hefði tækifæri til þess að taka þátt í henni þótt það yrði ekki fyrr en á morgun. Það var samkomulagið sem ég taldi að hefði verið gert. Ég mælist eindregið til þess, herra forseti, að við getum staðið við það samkomulag og heimilað verði að umræðan fari fram en henni verði ekki lokið þannig að hv. þm. Steingrímur Hermannsson fái tækifæri til þess að tjá sig um málið hvort sem það verður síðar í kvöld eða á morgun. Þetta var það samkomulag sem ég taldi mig gera þegar um þetta mál var rætt við mig fyrr í dag.