Tvíhliða samskipti við Evrópubandalagið

166. fundur
Fimmtudaginn 29. apríl 1993, kl. 22:37:25 (7702)

     Kristín Einarsdóttir (andsvar) :
    Frú forseti. Ég held að hv. 1. þm. Austurl. hafi misskilið eitthvað það sem ég sagði. Ég sagði ekki að það væri víst að þessar þjóðir yrðu aðilar að EB, ég sagði að miklar líkur bentu til þess að svo yrði ekki og það væri alla vega mjög óljóst. Á þessari stundu er ekkert vitað um það. Auðvitað eru þær búnar að sækja um aðild en hitt er alveg óvíst hvert framhaldið verður. Þess vegna er þessi röksemdafærsla tímaskekkja að mínu mati vegna þess að það er ekkert vitað hvernig á að halda á þessu máli. Það var fyrst og fremst það sem ég vildi leiðrétta hjá þingmanninum.