Gæsla þjóðminja

167. fundur
Föstudaginn 30. apríl 1993, kl. 15:55:53 (7753)

     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Ég á það erindi fyrst og fremst í þennan ræðustól að þakka frummælanda fyrir að hreyfa þessu máli og einnig hitt að minna á það að eyðingin hljóða vinnur daglangt og það eru stöðugt að skemmast fornmunir í þessu landi vegna þess að við höfum ekki náð því að vinna það verk sómasamlega

að veita það fé sem þarf til þess að viðhalda þeim. Ég held að þeir tímar muni koma og það fljótlega að fleiri og fleiri geri sér grein fyrir því að varðveisla þessa arfs hefur einnig fjármálalegt gildi fyrir þjóðina því að tvímælalaust á það eftir að koma inn í ferðamál Íslands í ríkum mæli að við höfum eitt og annað að sýna útlendingum úr okkar sögu sem beinlínis á erindi á þann veg að það skapar gjaldeyri fyrir íslenska þjóð.