Húsnæðisstofnun ríkisins

167. fundur
Föstudaginn 30. apríl 1993, kl. 18:15:49 (7770)


     Jón Kristjánsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég get út af fyrir sig fallist á það að fundur verði hér svona hálftíma enn. Það

skiptir í sjálfu ekki sköpum. En hins vegar þó að ég tali ekki fyrir hönd hv. 5. þm. Vestf., þá finnst mér að það eigi nú ekki að vera skilyrt, mér finnst að hann eigi að fá að ljúka sínu máli, hvort það tekur hálftíma eða hvort það tekur eitthvað lengri tíma því það er alveg ljóst að umræðu um þetta dagskrármál lýkur ekki á háftíma.
    En ég vil lýsa furðu minni á því að það skuli ekki hafa verið fjallað um þennan forgangslista með þingflokksformönnum í alvöru og farið yfir þau mál, bæði þingmannamál og önnur, sem á að afgreiða hér fyrir þinglok því að það er náttúrlega alveg ljóst að ef þingi á að ljúka í næstu viku, hæstv. forseti hefur gefið þær yfirlýsingar, þannig að þessi sjávarútvegsmál koma ekki fram og hæstv. sjútvrh., sem ber svo vel í veiði að er hér, hefur samþykkt það með þögninni þannig að það er nú mál til komið að fara að fara yfir þennan lista og koma hér einhverjum skikk á og semja um lok þingstarfa. Að öðru leyti get ég fallist á það að við höldum hér áfram svona hálftíma lengur eftir atvikum, en ég vil benda á þetta eigi að síður.