Húsnæðisstofnun ríkisins

169. fundur
Þriðjudaginn 04. maí 1993, kl. 14:55:29 (7814)


     Kristinn H. Gunnarsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég vil vekja athygli forseta á því að það mun vera hafinn fundur í fjárln. núna meðan á þingfundi stendur og ég vil leita eftir því við forseta hvort framkvæmd máls hafi verið með þeim hætti sem þingsköp gera ráð fyrir að rætt sé við forseta um nefndarfundi á meðan á þingfundi stendur. En svo háttar til að þrír nefndarmenn í félmn., sem af eðlilegum ástæðum þurfa að vera viðstaddir umræðuna, eiga sæti í fjárln. Mér finnst sjálfum óeðlilegt að menn séu með nefndarfundi á sama tíma og þingfundur stendur og vildi beina þeiis.rri fyrirspurn til forseta hvort það sé að fengnu samþykki forseta sem þessi fundahöld standa yfir.