Húsnæðisstofnun ríkisins

169. fundur
Þriðjudaginn 04. maí 1993, kl. 14:57:08 (7816)

     Jóhann Ársælsson (um þingsköp) :
    Hæstv. forseti. Ég gerði ráð fyrir því að hæstv. sjútvrh. yrði viðstaddur. Það var búið að óska eftir því við hann, bæði gerði ég það og ég vissi að honum hafði verið gert viðvart og ég vissi ekki annað eftir að hafa átt viðtal við hann fyrir einni eða tveimur mínútum síðan í hliðarherbergi að hann yrði viðstaddur þessa umræðu og mundi svara því sem ég hefði fram að færa. Ég hafði rætt þetta mál við hann og tel að ég hafi haft fyrir því nokkra vissu. Ég óska eftir að forseti svari mér því hvort hann viti eitthvað um ferðir hæstv. ráðherra. ( Forseti: Forseti getur upplýst að hæstv. sjútvrh. er í húsinu, annað getur forseti ekki sagt um hans ferðir.) Þá óska ég eftir því að forseti geri hæstv. ráðherra viðvart þannig að hann geti mætt í þingsalinn. Ég sætti mig ekki við það að fá ekki svör við þeim spurningum sem ég hef lagt fram um það hvort hæstv. ráðherra telji að þetta lagafrv. sem er lagt fram á vegum ríkisstjórnarinnar sé brot á stjórnarskránni.