Húsnæðisstofnun ríkisins

169. fundur
Þriðjudaginn 04. maí 1993, kl. 15:08:19 (7823)

     Kristinn H. Gunnarsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég hef nokkra samúð með forseta í þessu máli að geta ekki svarað þingmönnum um það hvort ekki sé fyrirhugað að upplýsa og ræða á þingi málefni sjávarútvegsins á þeim tveimur starfsdögum sem eftir eru. Það mál sem stærst er allra stóru málanna að fá svör við. Ég vil spyrja hæstv. forseta hvort hæstv. forsrh. sé ekki í húsinu svo hann geti upplýst þingheim um það hvort ekki standi til af hálfu ríkisstjórnarinnar að ræða um málefni sjávarútvegsins.
    Ég ítreka það, virðulegi forseti, að það verður knúið á um það að á þessum tveimur starfsdögum verði þetta mikla mál rætt og að ríkisstjórnin svari því hvað hún hyggst gera til að koma í veg fyrir að gjaldþrotahrinan haldi áfram að skella á sjávarplássum á landsbyggðinni. Það er óviðunandi, virðulegi forseti, að fá ekki svör við þessu og ég fer fram á það við virðulegan forseta að hæstv. forsrh. komi og skýri

þinginu frá því hvort og hvenær ríkisstjórnin er tilbúin að ræða þessi mál á þeim tveimur starfsdögum sem eftir eru.