Húsnæðisstofnun ríkisins

170. fundur
Miðvikudaginn 05. maí 1993, kl. 14:26:55 (7884)


     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Með því að leggja þetta ákvæði til bráðabirgða fram í frumvarpsformi er ráðherra að segja að til þess að unnt sé að selja eignir þurfi fyrst að fá samþykki Alþingis. ( Gripið fram í: Til að kaupa þær.) Til að selja eignir hönnunardeildar. Það er yfirlýsing ráðherra með því að setja ákvæðið í frv. Nú þegar ákvæðið kemur til afgreiðslu er þegar búið að framkvæma það sem menn eru að biðja um að fá leyfi fyrir fram til að selja. Það er mjög alvarlegt mál þó að hv. þm. Alþfl., Sigbjörn Gunnarsson, hlæi að því. Ég tel ekki ástæðu til að Alþingi hleypi ráðherrum svo langt í að taka sér löggjafarvaldið að Alþingi verði einungis stimpilstofnun á þegar gerðar framkvæmdir ráðherra og ég segi því nei.