Pappírsnotkun þjóðarinnar

171. fundur
Fimmtudaginn 06. maí 1993, kl. 11:08:51 (7954)

     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Það væri fróðlegt í tilefni af þessari fsp. að láta kanna hversu oft Hallormsstaðaskógur í heild fellur af pappírsnotkun Alþingis á ári hverju og gera á því alveg sérstaka úttekt.
    Í annan stað vil ég spyrja í tilefni af þessari fsp. hæstv. iðnrh. vegna þess að í síðustu ríkisstjórn var samþykkt tillaga frá menntmrn. um að auka notkun ráðuneyta og ríkisstofnana á endurunnum pappír, hún var samþykkt, og ráðuneytunum var falið að vinna eftir þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar á sínum tíma. Ég vil inna hæstv. ráðherra eftir því hvernig og hvort unnið hafi verið eftir þessari ályktun ríkisstjórnarinnar.