Afgreiðsla mála í nefndum

172. fundur
Fimmtudaginn 06. maí 1993, kl. 13:45:54 (7998)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Það er alveg ljóst að nefndir starfa sjálfstætt samkvæmt þingsköpum og hafa sínar reglur til að starfa eftir. Það veit bæði hv. 4. þm. Norðurl. v. og forseti og þess vegna getur forseti ekki svarað fyrir formann nefndarinnar hvers vegna mál eru ekki send til umsagnar. Það er nú venjan að gera það eða leita eftir áliti manna utan úr bæ. Það er ýmis háttur hafður þar á. Því miður getur forseti ekki svarað þessari spurningu hv. þm.
    Forseti vill staðfesta það að það liggur fyrir, ef það má skýra hér eitthvað og stytta mál manna, beiðni um utandagskrárumræðu um sjávarútvegsmál á morgun og það er gengið út frá því að það verði fundinn tími fyrir slíka umræðu.