Afgreiðsla mála í nefndum

172. fundur
Fimmtudaginn 06. maí 1993, kl. 14:02:07 (8006)

     Guðjón Guðmundsson :
    Hæstv. forseti. Vegna síðustu ræðu hv. þm. Kristins Gunnarssonar, þá vil ég ítreka það sem ég sagði hér áðan að mál hans var tekið fyrir á aukafundi félmn. í gærkvöldi. Á þann fund var fenginn til viðræðna formaður Sambands ísl. sveitarfélaga. Hjá honum kom fram sú skoðun að það lægi ekki á að afgreiða þetta mál. Sú skoðun kom einnig fram hjá meiri hluta nefndarmanna. Það kom fram hjá formanni nefndarinnar, hv. þm. Rannveigu Guðmundsdóttur, að hún teldi ekki ástæðu til að afgreiða málið út. Hún spurði flm., hv. þm. Kristin Gunnarsson, að því hvort hann vildi atkvæðagreiðslu um það. Hann óskaði ekki

eftir því. Þá lá það fyrir að þetta yrði síðasti fundur félmn. á þessu þingi. Nú hefur sú staða komið upp að það þarf að halda stuttan aukafund hér síðar í dag og þá tilkynnir hv. þm. það að hann muni óska eftir atkvæðagreiðslu um þetta mál á þeim þingfundi. Ég verð nú að segja að mér kemur það nokkuð á óvart. En svona gekk þetta fyrir sig á fundinum í gærkvöldi.