Utandagskrárumræður

172. fundur
Fimmtudaginn 06. maí 1993, kl. 18:46:02 (8078)

     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Eina erindi mitt hér er að segja frá því að ég tel ekki eftir mér að verða við tilmælum forseta um að endurskoða þingsköpin og það sem þarf að gera er að skipuleggja hvernig bregðast skuli við þegar ráðherra í krafti þess að umræðutími er búinn bregður á það ráð að fara að sparka í þingheim. Það er það sem vantar. Ef ráðherrar kynnu mannasiði, ef ráðherrar misnotuðu ekki aðstöðu sína, þá væri hér ekkert talað um þingsköp.