Framhaldsskólar

173. fundur
Fimmtudaginn 06. maí 1993, kl. 21:46:19 (8097)


     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) :
    Hæstv. forseti. Ég vona að ég hafi tekið rétt eftir að fyrirspurn hv. þm. laut að því hvað þessi orð þýddu, orðin ,,þá`` og orðin ,,ef nauðsyn krefur``. Ef þau yrðu numin brott úr setningunni þá sýnist mér að heimildin sem menntmrh. fær yrði víðari. Hún yrði víkkuð út frá því sem er í frv. ef þessi orð yrðu felld niður. Það er minn skilningur.