Framleiðsla og sala á búvörum

174. fundur
Föstudaginn 07. maí 1993, kl. 11:14:51 (8160)

     Steingrímur J. Sigfússon (um þingsköp) :
    Hæstv. forseti. Aðeins fáein orð af minni hálfu um þetta. Hv. formaður landbn. var í þeirri trú að mikilvægustu mál landbn. yrðu tekin fyrir í þeirri röð. Það er engin deila um að þetta mál er mikilvægast af þeim sem hv. landbn. er að leggja til afgreiðslu hér á þessu þingi. Þess vegna tel ég það fullkomlega eðlilega ósk og áherslu af hálfu formanns hv. landbn. að þetta mál hafi þar forgang. Ég tek undir þá ósk og við styðjum hana.
    Í öðru lgi vil ég þá leyfa mér að spyrja hæstv. forseta hvenær þetta mál komi þá á dagskrá og

hvort hæstv. forseti geti ekki fullvissað okkur um að það fái hér afgreiðslu til að mynda með því að það verði tekið fyrir strax eftir þær atkvæðagreiðslur sem fara hér fram innan skamms. Ég held að það sé alveg nauðsynlegt, hæstv. forseti, að eyða allri óvissu um meðferð þessa máls að gefnu tilefni, ég þarf ekkert að fjölyrða um það. Þess vegna væri langheppilegast að það kæmi hér fyrir strax að lokinni atkvæðagreiðslunni á eftir.