Ríkisreikningur 1990

174. fundur
Föstudaginn 07. maí 1993, kl. 11:21:49 (8165)

     Frsm. fjárln. (Karl Steinar Guðnason) :
    Virðulegi forseti. Fjárln. hefur fjallað um frv. að ríkisreikningi fyrir árið 1990 og kallað til hina ýmsu aðila til skrafs og ráðagerða og fengið þær skýringar sem óskað hefur verið eftir. Nefndin leggur til að ríkisreikningurinn verði samþykktur eins og hann nú liggur fyrir og er algjör samstaða um það í fjárln. að svo verði gert.