Skipan opinberra framkvæmda og opinber innkaup

174. fundur
Föstudaginn 07. maí 1993, kl. 12:02:39 (8170)

     Guðrún Helgadóttir :
    Hæstv. forseti. Ég mun styðja þá tillögu að vísa þessu máli til ríkisstjórnarinnar og ástæðan fyrir því er sú að hér áðan vorum við að samþykkja frv. til laga um framkvæmd útboða. Það skal viðurkennt að ég hef ekki haft tíma til að fara gaumgæfilega yfir bæði þessi mál með tilliti til þess hvort þau kynnu að stangast á sem ég hef sterkan grun um. Ég held að það væri ástæða til þess fyrir ríkisstjórnina að kanna það gaumgæfilega, það kann að vera að ég hafi rangt fyrir mér, hvort 363. mál þingsins, sem við

vorum rétt í þessu að vísa til 3. umr., kynni að stangast á við 34. mál sem er frv. til laga um breytingu á lögum nr. 63/1970, um skipan opinberra framkvæmda og lögum nr. 52/1987, um opinber innkaup, með síðari breytingum. Það er ljóst að 34. mál er enn eitt EES-málið og ég vil beina þeirri ósk til hæstv. ríkisstjórnar að þarna verði farið varlega og þetta gaumgæft vandlega áður en þetta mál verður lögfest.